Monday, January 25, 2010

Sugar: The Bitter Truth

     Ég var að horfa á þennan fyrirlestur með Robert H. Lustig, sem er læknir og prófessor í barnalækningum við UCSF (University of California, San Fransisco).

     Fyrirlesturinn er einn og hálfur klukkutími í heildina, en þessum tíma er mjög vel varið fyrir fólk sem hefur áhuga á að fræða sig um heilbrigða næringu.

     Hann eyðir mestum hluta fyrirlestrarins í að tala um sykur, aðallega frúktósa, en venjulegur matarsykur er 50% glúkósi/50% frúktósi. Hann vill meina, og færir mikil rök fyrir því, að aukin neysla á frúktósa sé ein af aðalástæðunum fyrir aukningu á tíðni Metabolic Syndrome (Hár blóðþrýstingur, sykursýki II, offita, hjartasjúkdómar o.fl.), sjúkdómur sem er búinn að vera að aukast gríðarlega á seinustu áratugum á vesturlöndum. Metabolic Syndrome er "menningarsjúkdómur" sem þekkist ekki hjá frumstæðum ættbálkum sem borða náttúrulegt mataræði og lífa í sínu náttúrulega umhverfi.

     Einnig gagnrýnir hann mjög þá kenningu að mettuð fita og kólesteról valdi hjartasjúkdómum og gagnrýnir þær aðferðir sem læknar nota við að mæla kólesteról í blóði og segir þær aðeins gefa upp hálfa söguna. Hann segir að frúktósi sé aðal skaðvaldurinn í að auka VLDL (hið rétta slæma kólesteról) í blóði.

     Hann talar um ýmsa mjög áhugaverða hluti og eftir að ég hef horft á þennan fyrirlestur sé ég sykur og þau hræðilegu áhrif á mannslíkamann í nýju ljósi. Ég mæli stórlega með að þið gefið ykkur tíma til að horfa á þennan fyrirlestur við tækifæri.


3 comments:

  1. Hæ! Þetta blogg hjá þér lofar góðu, ég datt inn á það í gegnum Mark's Daily Apple. Hlakka til að lesa meira :) Kveðja

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir þetta og að vera fyrsta manneskjan til að kommenta :)

    Fannst að það vantaði einhvern til þess að reyna að dreifa þessum boðskap hérna á Íslandi.

    ReplyDelete
  3. Þetta er líklega besta myndbandið á Youtube í dag. Horfi reglulega á það til að sparka í rassgatið á sjálfum mér að láta sykur og gos vera.

    ReplyDelete