Paleo diet er stytting á „paleolithic diet“, en paleolithic þýðir fornsteinöld. Þetta tímabil náði frá árunum 2.600.000 ár fyrir krist, þegar forferður mannsins byrjuðu að nota verkfæri, til ársins 10.000 fyrir krist, en landbúnaðarbyltingin varð á því tímabili og markar endalok fornsteinaldar.
Hugsunin bak við slíkt mataræði er sú að borða mat sem er svipaður því sem mannkynið þróaðist við að borða. Mannkynið er mjög lítið búið að breytast erfðafræðilega séð frá því að landbúnaðarbyltingin varð, en mataræðið og umhverfið er búið að breytast verulega.
Þegar frumstæðir ættbálkar í afkimum veraldar eru skoðaðir kemur í ljós að þeir eru miklu heilbrigðari en venjulegt fólk á vestrænum löndum. Hjá þessum frumstæðu ættbálkum, sem lifa sem veiðimenn og safnarar, eru offita, hjartasjúkdómar, krabbamein, tannskemmdir o.fl næstum algjörlega óþekktir, þó að þessir hópar hafi aldrei kynnst nútíma heilbrigðisþjónustu.
Það verður því að teljast líklegt að það sé eitthvað í nútíma umhverfi okkar sem er að valda öllum þessum sjúkdómum og það bendir flest til að það sé mataræðið. Þetta hafa menn rekið augun í og prófað að líkja eftir því mataræði sem talið er að forfeður okkar hafi borðað fyrir landbúnaðarbyltingu. Þetta hefur gefið góðan árangur.
Ég læt þetta myndband hér fylgja með, en á tæpum 6 mínútum útskýrir myndbandið mjög vel hvað paleo diet er. Ég mun svo skrifa nánari útlistun á því hvað á að borða og hvað á ekki að borða síðar. Myndbandið var gert af aðstandendum síðunnar Pay now, live later.
No comments:
Post a Comment